Velkomin/n á ráðningarvefinn okkarHér getur þú sótt um auglýst störf eða lagt inn almenna umsókn. Allar umsóknir um störf skulu fara í gegnum ráðningarvefinn.

Við leggjum áherslu á að þjálfa okkar starfsfólk til að geta sinnt fjölbreyttum störfum innan fyrirtækisins. Þannig stuðlum við að aukinni færni og starfsþróun starfsmanna.

Lagardère Travel Retail er með starfsstöðvar víða um heim. Okkar starfsfólki gefst kostur á því að starfa tímabundið hjá öðrum starfsstöðvum fyrirtækisins þegar ákveðnum starfstíma og þjálfunarþáttum er náð hér á landi. Slík vinnuskipti geta varið í 3 til 6 mánuði.

Farið er með allar umsóknir og fyrirspurnir sem trúnaðarmál. Umsækjandi þarf að standast bakgrunnsskoðun ríkislögreglustjóra vegna aðgangs að haftasvæði flugverndar.

Um Lagardere

Starfsstöðvar
Starfsstöðvar okkar eru á Keflavíkurflugvelli og í Sundagörðum í Reykjavík. Mikill meirihluti starfsmanna starfar á Keflavíkurflugvelli.

Mannauðsstefna
Markmið Lagardère Travel Retail er að ráða, efla og halda hæfu og metnaðarfullu starfsfólki. Lögð er áhersla á þjálfun, starfsþróun og jöfn tækifæri innan fyrirtækisins. Við stuðlum að opnum skoðanaskiptum, markvissri upplýsingamiðlun, samheldni og jákvæðri menningu til að efla og viðhalda starfsánægju starfsmanna.

OSCAR
Allir starfsmenn tileinka sér þjónustugildi Lagardère Travel Retail og starfa eftir þeim. Þau eru: Open, Smile, Care, Assist, Reliable.

  • Lagardere Travel Retail ehf.
  • Sundagörðum 2, 104 Reykjavík
  • 110 Reykjavík
  • Sími: +568-6588
  • info@lagardere-tr.is